HomeVerkin

Verkin

Akurgerði í Reykjavík

Þetta Þak kláruðum við í Akurgerði í Reykjavík. Ný þakpappi settur á frá Áltak sem Aluzunk þakjárn. Og Rennubönd og þakrennur frá Blikkás funa. Virkilega skemmtilegt verkefni og gaman að vinna fyrir svona gott fólk.

Bláskógar Breiðholti

Þetta verkefni var að klárast hjá okkur að Bláskógum í breiðholtinu. Virkilega skemmtilegt verkefni og skemmtilega flókið útkoman er glæsileg mikil breyting eins og sjá má á myndum.

Breiðagerði

Myndir af okkar verki í Breiðagerði. Nýtt þakjárn þakpappi skipt út öllu timbri sem var fúið og skemmt. Nýjar þakrennur voru settar og einnig var skipt um alla glugga í risi þeir stækkaðir. Sem og settur nýr þakgluggi (Velúx) virkilega frábært að vinna fyrir þetta fólk.

Grjótaþorpið

Þetta glæsilega flotta hús í Grjótaþorpinu fékk nýtt þak frá okkur á dögunum. Aluzynk var fyrir valinu og haldið í gamla stílinn og sett ný þakrennubönd og þakrennur í gamla stílnum.Virkilega gaman að vinna í þessum gömlu húsum alltaf mikill karakter í þeim. Leyfum myndum að tala.

Hryggjasel í Breiðholti

Þetta skemmtilega verkefni var að klárast hjá okkur í Hryggjaseli Breiðholti. Þarna var trapísujárn á þaki og á þakkannti. Endurnýja þurfti þakkannntinn allan vegna lélegs frágangs þar sem rigninginn átti greiða leið inn í hann og allt timbur fúið. Fyrir valinu hér var 0,6.mm Aluzynk sett á bæði þaki og þakkannti. Við viljum þakka þeim hjónum að Hryggjaselinu Innilega fyrir okkur. Alltaf gaman að vinna fyrir svona æðislegt fólk.

Klyfjasel í Breiðholti

Skemmtilega vildi til að við fengum þetta hús í hendurnar sem Afi minn byggði á sínum tíma að Klyfjaseli 5, í Breiðholtinu. Tókum við að okkur að okkur að endurnýja þakjárnið sem endaði í Rauðum lit og skrúfað niður með þakskrúfum. Einnig voru þakrennur endurnýjaðar og þær settar úr hvítu Áli. Og allur þakkannturinn á húsinu endurnýjaður uppá nýtt. Virkilega skemmtilegt verkefni og kláruðum við þetta með stæl.

Langamýri í Garðabæ

Þetta skemmtilega verkefni var að klárast hjá okkur í Löngmýri Garðabænum. Raðhúsalengja þegar þakjárn var rifið af þá upp komu þá skemmdir í timbri vegna leka og lélegrar öndurnar. Því var skipt út og ný timbur klæðning sett á að hluta og öndun löguð til að fyrurbyggja að svona komi upp aftur. Svo var nýr þakpappi lagður á frá Áltak. Ný Þakrennubönd og þakrennur og Niðurfallsrör. Þakjárnið sett í lit Ral-7011 og gengið frá öllum þaktúðum og flasningumá allan þakkannti og kringum þakglugga. Þetta verk gekk fljótt og snyrtilega fyrir sig.

Verkefni í Hafnarfirði

Þetta er eitt af okkar glæsilegu verkum. Þarna var skipt um Þakjárn , þakpappa , Rennubönd og þakrennur einnig var þakkannturinn tekinn í gegn og settur í nýtískulegum búning úr Áli. Hér í þessu verki var lita valið svartur litur.

Þakskipti og þakkantur

Þetta er eitt af okkar glæsilegu verkum. Þarna var skipt um Þakjárn , þakpappa , Rennubönd og þakrennur einnig var þakkannturinn tekinn í gegn og settur í nýtískulegum búning úr Áli. Hér í þessu verki var lita valið svartur litur.

Tvö hús á Selfossi

Hringt var í okkur með stuttum fyrirvara á Sunnudegi og spurðir hvort við gætum komið á Selfoss og reddað þeim þar og klætt 2 þök á 2 húsum. Það var stokkið til á mánudagsmorgni kláruðum við þetta verkefni á nokkrum dögum með öllu tilheyrandi flasningum og þakrennum.Alltaf gott að komast í sveitina og vinna fyrir gott fólk. Takk fyrir okkur skemmtilegt verkefni að baki.

Stálgrindarhús klætt

Þetta stálgrindar hús klæddum við Þak.is. Þakið svart sem og þakrennur og niðurföll. Krossviðsplötur klæddar á allar hliðar svo öndunardúkur og lektað upp. Síðan allar hliðar klæddar með grænni stallaðri báru. Að innan klæddum við veggi og loft úr hvítu Aluzynki. Virkilega skemmtilegt verkefni.

Heilsárshús tekið alveg í gegn

Þá er þetta ár á enda hjá okkur Þak.is mönnum og erum byrjaðir að bóka fyrir næsta ár það borgar sig að vera tímanleg til að komast að hjá okkur þökkum öllum fyrir þetta frábæra ár. Hér er eitt flottasta og skemmtilegasta verkefni sem við Þak.is menn höfum tekið að okkur, virkilega vel unnið og brjálaðslega flott útkoma. Leyfum myndunum að tala. Hérna eru fyrir og eftir myndir af þessu verki.